Fornir taflmenn, sem fundust fyrir tæpum tvö hundruð árum á strönd eyjarinnar Lewis við Skotland, eru í nýútkominni bók sagðir verk íslensks útskurðarmeistara, Margrétar hinnar oddhögu, sem starfaði við biskupsstólinn í Skálholti í lok 12. aldar og byrjun hinnar 13.
Bókin nefnist The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman Who Made Them og er eftir bandarískan höfund, Nancy Marie Brown, sem áður hefur skrifað víðlesnar bækur um íslenska sögu.
Í fréttaskýring um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í bókinni tekur Marie Brown undir tilgátur um uppruna taflmannanna sem Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur setti fram fyrir sex árum og hefur síðan rökstutt frekar.