Ekki eftir neinu að bíða

Bergvin Jóhannsson á kartöfluakri sínum að Áshóli.
Bergvin Jóhannsson á kartöfluakri sínum að Áshóli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kartöflugrös féllu að hluta eða öllu leyti víða í Eyjafirði í næturfrosti um helgina. Einnig sér á korni.

Bergvin Jóhannsson á Áshóli, formaður Landssambands kartöflubænda, segir að bændur hafi verið að bíða með upptöku og vonast eftir að kartöflurnar myndu vaxa fram á haust. „Nú er ekki eftir neinu að bíða með að taka upp,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Næturfrost var aðfaranótt sunnudags. Bergvin segir að það hafi aðeins verið ein eða tvær gráður hjá honum, en staðið lengi nætur. „Mér sýnist að mjög víða hafi það lagt grösin alveg að velli. Í sumum görðum stendur það að hálfu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert