„Ég er bara hugsi yfir þessari niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins spurður um fylgi flokksins samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup þar sem það mældist 21,6%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist annar stærsti flokkur landsins á eftir Pírötum sem eru með 36% fylgi.
„Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræðingurinn sem að get sagt nákvæmlega hvers vegna þetta er svona, en við erum ekki sátt við þetta í mínum flokki og við viljum gera betur og við teljum við hafa svo margt fram að færa sem eigi að ná betur til kjósenda og ég vísa bara til þess hvað hér er að verða mikill efnahagslegur uppgangur sem er forsenda þess að við getum betur mætt væntingum fólksins í landinu á öllum sviðum.“