Mun ekki kafa í Silfru

Hin 13 ára Charlotte Burns mun hvetja til þess að …
Hin 13 ára Charlotte Burns mun hvetja til þess að íslenskum lögum um köfun verði breytt. Ljósmynd/Peter Burns

Hin 13 ára Char­lotte Burns mun ekki verða yngsta mann­eskj­an til að kafa í Silfru, eins og áætlað var. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Char­lotte og fjöl­skyldu henn­ar.

Eins og mbl.is hafði greint frá stóð til að gera fræðslu­efni um fleka­skil­in þar sem Char­lotte yrði í aðal­hlut­verki en hún þykir mikið undra­barn á sviði köf­unn­ar.

Í kjöl­farið kom hins­veg­ar í ljós að hvorki Þing­vallaþjóðgarður né Sam­göngu­stofa könnuðust við að hafa gefið Burns und­anþágu sem hún taldi sig hafa til að fá að kafa en 17 ára ald­urstak­mark er fyr­ir köf­un á Íslandi.

„Char­lotte er eðli­lega eyðilögð yfir frétt­un­um en hún hafði hlakkað mikið til að kafa í fögru, nátt­úru­legu um­hverfi Silfru svæðis­ins. Köf­un­in hafði verið í skipu­lagn­ingu mánuðum sam­an og hafði Char­lotte geng­ist und­ir stíf­ar æf­ing­ar til að und­ir­búa sig,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Seg­ir einnig að farið hafi verið yfir mál Char­lotte af inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu og það staðfest að ekki væri unnt að veita henni und­anþágu. Seg­ir að ís­lensk yf­ir­völd hafi sýnt stöðu allra hlutaðeig­andi aðila mikla samúð og að þó svo að ekki verði unnt að breyta lög­un­um í tæka tíð hafi yf­ir­völd tekið vel í að end­ur­skoðu nú­gild­andi lög um köf­un á Íslandi.

„Köf­un­ar­ald­ur í flest­um lönd­um miðast við tíu ár þrátt fyr­ir að köf­un­ar­skil­yrði á Íslandi séu tal­in ólík þeim sem finn­ast ann­arsstaðar. Hafa ís­lensk yf­ir­völd boðið Char­lotte að heim­sækja Ísland við lok sept­em­ber til að halda kynn­ingu á PADI þjálf­un sinni, hæfni og köf­un­ar­reynslu fyr­ir op­in­bera starfs­menn. Þar mun Char­lotte svara öll­um spurn­ing­um sem þeir kunna að hafa í tengsl­um við mögu­leg­ar breyt­ing­ar á nú­gild­andi lög­um um köf­un.“

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að aldrei hafi verið ætl­un­in að brjóta gegn ís­lensk­um lög­um og að farið hafi verið lög­lega að í alla staði í góðri trú um að leyfi hafi feng­ist. Er dive.is þakkað fyr­ir að taka á sig fulla ábyrgð hvað þess­ar óheppi­legu aðstæður varðar og ís­lensk­um yf­ir­völd­um einnig fyr­ir að gera það sem hægt var til að leysa málið.

Til­kynn­ing­una í heild má lesa með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

Frétt­ir mbl.is

Brot álög­um ef 13 ára kaf­ar í Silfru 

Kann­ast ekki við und­anþágu

„Þetta verður ótrú­legt af­rek“

13 ára fær að kafa í Silfru

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert