Vilja utanaðkomandi rekstrarráðgjöf

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. mbl.is/Sigurður Bogi

Nauðsynlegt er að bregðast við af krafti vegna skýrslu fjármálaskrifstofu borgarinnar um að viðbragða sé þörf vegna hallareksturs í A- hluta Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í fréttatilkynnimngu frá Framsókn og flugvallavinum sem vilja fyrir vikið að fengin verði rekstrarráðgjöf frá utanaðkomandi aðilum. Tillaga þess efnis varð lögð fram í borgarráði í morgun en hún var svohljóðandi:

„Í nýrri skýrslu fjármálaskrifstofu segir um rekstrarniðurstöðu A hluta að hann kalli á viðbrögð í fjármálastjórn borgarinnar. Því leggja Framsókn og flugvallarvinir fram þá tillögu að borgarráð fái aðstoð utanaðkomandi rekstrarráðgjöf frá viðurkenndri endurskoðunarskrifstofu til að takast á við fjárhagsvanda borgarinnar sem skal vera borgarráði til ráðgjafar í þeirri vinnu sem framundan er til að ná fram sparnaði og hagræðingu til að snúa við hallarekstri borgarinnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert