Stöðug fækkun fiskiskipa

mbl.is/Brynjar Gauti

Bát­um og skip­um sem út­hlutað hef­ur verið afla­marki hef­ur fækkað ár frá ári. Jens Garðar Helga­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir að marg­ar og ólík­ar ástæður geti verið fyr­ir fækk­un.

Minni afla­heim­ild­ir hafi haft mik­il áhrif og sömu­leiðis veiðigjöld. Sum fyr­ir­tæki hafi getað hagrætt og sæki afla­heim­ild­ir á færri skip­um en áður, en aðrir út­gerðar­menn hafi ákveðið að hætta, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er verð fyr­ir þorskí­gildis­kíló í afla­marks­kerf­inu nú um eða yfir þrjú þúsund krón­ur. Fram kem­ur í yf­ir­liti Fiski­stofu að 534 skip­um var út­hlutað afla­marki í upp­hafi fisk­veiðiárs­ins sem byrjaði 1. sept­em­ber, en þau voru 578 á síðasta fisk­veiðiári. Til sam­an­b­urðar má nefna að á fisk­veiðiár­inu 2001/​02 var alls um 1.722 skip­um út­hlutað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert