Laufey Rún kjörin formaður SUS

Laufey Rún Ketilsdóttir.
Laufey Rún Ketilsdóttir.

Sambandsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina, lauk nú síðdegis. Var Laufey Rún Ketilsdóttir kjörinn formaður og Elvar Jónsson varaformaður.

Þingið bar yfirskriftina ,,Frjáls þjóð, frjáls markaður, frjálst fólk” en hátt í 100 manns tóku þátt í störfum þingsins. Ný stjórn var einnig kjörin sem hér segir:

Reykjavík:

Ingvar Smári Birgisson, Stefán Gunnar Sveinsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Rafn Steingrímsson, Hilmar Freyr Kristinsson, Bryndís Bjarnadóttir, Sigrún Jonný Óskarsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir, María Björk Einarsdóttir og Kristinn Ingi Jónsson

Suðvesturkjördæmi:

Egill Örn Gunnarsson, Andri Steinn Hilmarsson, Karítas Ólafsdóttir, Sigurgeir Jónasson, Ásgrímur Gunnarsson og Geir Andersen

Suðurkjördæmi:

Ísak Ernir Kristinsson, Markús Árni Vernharðsson, Laufey Sif Lárusdóttir, Ármann Elvarsson og Arnar Gauti Grettisson

Norðvesturkjördæmi:

Pétur Már Jónsson, Maren Sól Benediktsdóttir, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Böðvar Sturluson

Norðausturkjördæmi:

Elvar Jónsson, Sigurbergur Ingi Jóhannsson og Ketill Sigurður Jóelsson.

Þá var einnig kosið í varastjórn sambandsins en hana skipa 12 einstaklingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka