Ísland mesta íþróttaþjóð heims?

Aron Einar, fyrirliði Íslands, í baráttunni.
Aron Einar, fyrirliði Íslands, í baráttunni. mbl.is/Golli

Er Ísland mesta íþróttaþjóð heims? Svo hljóðar niðurlag greinar á vef ESPN íþróttasíðunnar um árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Árangur annarra íslenskra landsliða vekur líka athygli.

Rætt er við Víði Sigurðsson, íþróttaritstjóra Morgunblaðsins, í greininni.

Hann vekur athygli á að karlalið Íslands séu á EM í körfubolta í Þýskalandi, verði á næsta EM í handbolta í janúar og svo á EM í knattspyrnu í Frakklandi næsta sumar. Íslendingar hafi unnið silfur í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Þá hafi kvennalandslið Íslands í knattspyrnu og handbolta verið á síðustu EM-keppnum.

Þykir blaðamanni ESPN þetta ótrúlegur árangur hjá svo fámennri þjóð. 

Fleiri erlendir miðlar hafa skrifað um framfarir í íslenskri knattspyrnu.

Hollenska blað Telegraaf skrifaði í þátíð eftir sigur Íslands ytra að Íslendingar hefðu áður verið dvergþjóð í íþróttinni. Rifjast þá upp ummæli í grein á vef þýska blaðsins Bild, eftir 4:1 sigur íslenska U21 landsliðsins í fótbolta á Þjóðverjum í Kaplakrika 2010, að áður hefðu fáir hugsað að Ísland og fótbolti færu saman. Það hefði breyst eftir leikinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert