Langþráðar vegabætur hafnar

Núverandi Dettifossvegur að norðanverðu. Enn eru um 17 km eftir …
Núverandi Dettifossvegur að norðanverðu. Enn eru um 17 km eftir sem þarf að endurbyggja þegar framkvæmdum lýkur næsta sumar.

„Þetta eru langþráðar framkvæmdir en það er enn mikið eftir og við hefðum kosið að annar spotti á þessari leið hefði orðið fyrir valinu til að byrja með.“

Þetta segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á Norðursvæði Vatnajökuls sem er með aðsetur í Ásbyrgi, um vegabætur sem eru nýhafnar á Dettifossvegi að norðan.

Unnið er að því að endurgera veghlutann frá Ásgerði og suður fyrir Tóheiði. Þessi spotti er 4,6 km að lengd. Verkið var boðið út í sumar og reyndust Þ.S. verktakar á Egilsstöðum eiga lægsta tilboðið, rúmar 366 milljónir króna. Vegagerðin hafði áætlað kostnað rúmlega 300 milljónir. Áformað er að ljúka verkinu fyrir miðjan júlí á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um þessar vegabætur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert