Hvorki forseti Íslands né kjósendur ættu að hafa rétt til að vísa málum til þjóðaratkvæðis.
Þessi réttur á að vera í höndum alþingismanna og ætti að vera nægilegt að þriðjungur þeirra færi fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en hann vill að Íslendingur taki upp það kerfi sem Danir hafa haft í marga áratugi.