Segir Ólaf Ragnar ætla að hætta

Ólafur Ragnar í ræðustóli á Alþingi í morgun.
Ólafur Ragnar í ræðustóli á Alþingi í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, ætl­ar ekki að gefa kost á sér á ný þegar kjör­tíma­bil­inu lýk­ur næsta sum­ar. Þetta seg­ir Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, í sam­tali við mbl.is, aðspurður um orð for­set­ans í þing­setn­ing­ar­ræðunni í morg­un

Í ræðu sinni sagði Ólaf­ur Ragn­ar orðrétt: „Þegar ég nú sam­kvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér að setja Alþingi í síðasta skipti flyt ég þing­inu í senn djúpa virðingu mína og ein­læg­ar þakk­ir.“

Frétt mbl.is: Var­ar við breyt­ing­um á stjórn­ar­skrá

Marg­ir hafa velt orðum hans fyr­ir sér í dag og virðast þeir sem hafa tjáð sig ým­ist vera á því að hann hafi sagt sitt síðasta eða að hann hafi með þessu átt vísað til þess að þetta sé í síðasta skipti á þessu kjör­tíma­bili sem hann set­ur þingið að hausti.

Ólaf­ur orðinn gam­all maður

„Hann virðist alltaf geta sagt eitt­hvað sem við nán­ari skoðun get­ur verið hægt að túlka á fleiri en einn veg en við fyrstu sýn er hann greini­lega að gefa til kynna að hann ætli að hætta. Mér finnst þetta vera nokkuð af­drátt­ar­laus yf­ir­lýs­ing,“ seg­ir Grét­ar Þór.

Seg­ir hann að jafn­vel þó að for­set­inn hafi sýnt það í gegn­um tíðina að hann geti verið óút­reikn­an­leg­ur hafi hann í þetta skipti gefið ákvörðun sína skýrt til kynna. „Ef hann hefði það bak við eyrað að halda áfram hefði hann beðið lengra með að segja svona hlut, jafn­vel fram að ára­mót­um. Hann er óvenju snemma í þessu núna,“ seg­ir Grét­ar Þór.

Af hverju stíg­ur hann til hliðar núna?

„Hann er bú­inn að vera tutt­ugu ár á næsta ári, hann verður orðinn 73 ára þegar kjör­tíma­bil­inu lýk­ur og hann er kom­inn á elli­líf­eyris­ald­ur ef út í það er farið. Og hann er auðvitað  gam­all maður, það verður að segj­ast eins og er og kannski vill hann gera eitt­hvað annað við sitt líf þau ár sem framund­an eru. Vera kannski frjáls­ari en hann er, það er auðvitað mann­leg afstaða,“ seg­ir Grét­ar Þór.

Ekki all­ir sem vilja berj­ast við hann

Grét­ar Þór seg­ir að ef rétt reyn­ist, að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný, geti þetta breytt stöðunni tölu­vert.   „Ef að ég túlka þetta þannig, sem ég hall­ast nú að, þá er hann í raun og veru að skapa pláss fyr­ir önn­ur mögu­leg fram­boð til að þró­ast án þess að það sé gert á síðustu stundu.“

„Ég held að þetta gæti breytt stöðunni fyr­ir væn­lega kandí­data að vita af því að þeir eru ekki að fara að gefa kost á sér upp á það að lenda í slag við Ólaf. Það held ég að opni á fleiri mögu­leika, það er það sem breyt­ir þess­ari stöðu. Það er ör­ugg­lega eitt­hvað af fólki þarna úti sem gæti vel komið til greina sem kær­ir sig ekki um það að fara í kosn­inga­slag við Ólaf Ragn­ar,“ seg­ir Grét­ar Þór.

Frétt mbl.is: Hvað var Ólaf­ur Ragn­ar að meina?

Hver mun taka við Bessastöðum á næsta ári?
Hver mun taka við Bessa­stöðum á næsta ári? mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka