Stjórnmálaflokkar á síðasta séns

Árni Páll Árnason í pontu á Alþingi í kvöld.
Árni Páll Árnason í pontu á Alþingi í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

„Við í Samfylkingunni erum að hlusta,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar í ræðu sinni við setningu 145. löggjafarþings Alþingis í kvöld, þegar hann gerði lægð Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum að undanförnu að umfjöllunarefni sínu.

Sagði hann að Alþingi hefði nú sögulegt tækifæri til að breyta grundvallaratriðum umgjörð íslenskra stjórnmála.

„Frá lýðveldisstofnun hefur réttur minni hluta þings til að verjast yfirgangi meirihlutans verið bundinn við þennan ræðustól hér. Því þarf að breytt,“ sagði Árni og bætti við að hægt sé að festa í stjórnarskrá rétt þriðjungs þingmanna til að vísa málum í þjóðaratkvæði.

„Ef sú verður raunin erum við í Samfylkingunni tilbúin til að gerbreyta vinnulagi á Alþingi,“ sagði Árni og bætti við að breytingar á stjórnarskrá séu ekkert gæluverkefni sem engu máli skiptir.

Réttur þjóðarinnar til að ráða til lykta stóru málunum

Árni sagði að í fyrra hefðu harkalegustu átökin skapast um rétt þjóðarinnar til að lykta stórum málum, eins og aðildarumsókn að ESB og um eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auðlindum. 

„Ég held að stjórnmálaflokkarnir allir séu á síðasta séns hjá þjóðinni. allir hafa einhvern tíma lofað þjóðinni þessu. Ef ekkert verður nú einn ganginn úr, er hætt við að vonbrigðin með þá flokka sem eiga hér fulltrúa verði enn meiri,“ sagði Árni Páll.

„Ég heiti því á okkur öll í þessum sal að leggja okkur fram um að tryggja framgang stjórnarskrárumbóta. Við getum strax í vor boðið þjóðinni að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og rétt hennar til að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ sagði Árni Páll í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert