Stjórnmálaflokkar á síðasta séns

Árni Páll Árnason í pontu á Alþingi í kvöld.
Árni Páll Árnason í pontu á Alþingi í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

„Við í Sam­fylk­ing­unni erum að hlusta,“ sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar í ræðu sinni við setn­ingu 145. lög­gjaf­arþings Alþing­is í kvöld, þegar hann gerði lægð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í skoðana­könn­un­um að und­an­förnu að um­fjöll­un­ar­efni sínu.

Sagði hann að Alþingi hefði nú sögu­legt tæki­færi til að breyta grund­vall­ar­atriðum um­gjörð ís­lenskra stjórn­mála.

„Frá lýðveld­is­stofn­un hef­ur rétt­ur minni hluta þings til að verj­ast yf­ir­gangi meiri­hlut­ans verið bund­inn við þenn­an ræðustól hér. Því þarf að breytt,“ sagði Árni og bætti við að hægt sé að festa í stjórn­ar­skrá rétt þriðjungs þing­manna til að vísa mál­um í þjóðar­at­kvæði.

„Ef sú verður raun­in erum við í Sam­fylk­ing­unni til­bú­in til að ger­breyta vinnu­lagi á Alþingi,“ sagði Árni og bætti við að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá séu ekk­ert gælu­verk­efni sem engu máli skipt­ir.

Rétt­ur þjóðar­inn­ar til að ráða til lykta stóru mál­un­um

Árni sagði að í fyrra hefðu harka­leg­ustu átök­in skap­ast um rétt þjóðar­inn­ar til að lykta stór­um mál­um, eins og aðild­ar­um­sókn að ESB og um eign­ar­hald þjóðar­inn­ar á sam­eig­in­leg­um auðlind­um. 

„Ég held að stjórn­mála­flokk­arn­ir all­ir séu á síðasta séns hjá þjóðinni. all­ir hafa ein­hvern tíma lofað þjóðinni þessu. Ef ekk­ert verður nú einn gang­inn úr, er hætt við að von­brigðin með þá flokka sem eiga hér full­trúa verði enn meiri,“ sagði Árni Páll.

„Ég heiti því á okk­ur öll í þess­um sal að leggja okk­ur fram um að tryggja fram­gang stjórn­ar­skrár­um­bóta. Við get­um strax í vor boðið þjóðinni að festa í stjórn­ar­skrá ákvæði um þjóðar­eign á auðlind­um og rétt henn­ar til að kalla mál í þjóðar­at­kvæði,“ sagði Árni Páll í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert