300 þúsund króna lágmarksbætur

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sam­fylk­ing­in legg­ur í dag fram laga­frum­varp á Alþingi um hækk­un bóta elli- og ör­orku­líf­eyr­isþega í 300 þúsund krón­ur á næstu þrem­ur árum. Rifjað er upp í frétta­til­kynn­ingu frá flokkn­um að við gerð síðustu kjara­samn­inga hafi komið fram skýr krafa um að lág­marks­laun yrðu hækkuð í þá upp­hæð. Sam­fylk­ing­in hafi tekið und­ir þá kröfu og geri það nú á nýj­an leik með þess­um tveim­ur hóp­um. Rangt og órétt­látt sé for­svar­an­legt að skilja þá eft­ir.

Fram kem­ur að í frum­varpi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé tekið mið af kjara­samn­ing­um á al­menn­um vinnu­markaði og stig­hækk­un lægstu launa frá 1. maí 2015 til 1. maí 2018. „Lægstu laun voru hækkuð um sam­kvæmt kjara­samn­ing­um um 31.000 kr. þann 1. maí 2015 og eiga að hækka um 15.000 kr. árið 2016, eða um sam­tals um 46.000 kr. Boðuð hækk­un líf­eyr­is al­manna­trygg­inga sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi 2016 nær ekki sömu mark­miðum og ger­ir raun­ar ráð fyr­ir helm­ingi lægri hækk­un líf­eyr­is al­manna­trygg­inga en lág­marks­launa, auk þess sem hækk­un lág­marks­launa kem­ur átta mánuðum fyrr til fram­kvæmda.“

Fram­færslu­viðmið elli- og ör­orku­líf­eyr­is hafi verið 225.070 krón­ur fyr­ir ein­stak­ling með heim­il­is­upp­bót í byrj­un árs 2015. Sam­kvæmt til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar myndi sú upp­hæð þró­ast þannig að 1. maí 2015 væri hún 245 þúsund krón­ur á mánuði, 1. maí 2016 260 þúsund krón­ur, 1. maí 2017 280 þúsund krón­ur og 1. maí 2018 300 þúsund krón­ur á mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert