Földu efnin ekki vandlega

Norræna kom til Seyðisfjarðar á þriðjudag.
Norræna kom til Seyðisfjarðar á þriðjudag. mbl.is/Sigurður Bogi

Hollenska parið sem var handtekið á Seyðisfirði á þriðjudag með verulegt magn fíkniefna gerði enga úthugsaða tilraun til að fela efnin vandlega eða þilja þau af í húsbíl sínum.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þar segir einnig að efnin hafi verið falin í farangri og búnaði bílsins og því hafi ekki reynst vandasamt fyrir tollverði að finna efnin.

Parið, sem er á fimmtugsaldri, var flutt til Reykjavíkur í gær. Dvelur maðurinn á Litla-Hrauni og hefur hann verið yfirheyrður samkvæmt heimildum RÚV en ekki liggur fyrir játning í málinu.

Ekki hefur náðst í rannsóknarlögreglu á Austurlandi vegna málsins í morgun. Málið er unnið í samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins en vildi Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður deildarinnar, ekki tjá um málið þegar mbl.is leitaði eftir því í morgun.

Frétt mbl.is: Verulegt magn fíkniefna

Frétt mbl.is: Tugir kílóa af fíkniefnum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka