Getur Lars Lagerbäck orðið forseti Íslands?

Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu. mbl.is/Kristinn

Hvað þarf að ger­ast svo Lars Lag­er­bäck, þjálf­ari karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, geti orðið for­seti Íslands? Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og lektor í laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík, svar­ar því í grein sem birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um í dag. Hann seg­ir að fyrsta skrefið sé að Lars verði ís­lensk­ur rík­is­borg­ari. En verði Lars for­seti, get­ur hann þá þjálfað landsliðið áfram?

Grein Ei­ríks í heild:

„Eft­ir góðan ár­ang­ur karla­landsliðsins í knatt­spyrnu fóru þær radd­ir að heyr­ast að gera ætti þjálf­ara liðsins að for­seta Íslands. Þjálf­ar­inn heit­ir Lars Lag­er­bäck og er sænsk­ur. Ekki er hægt að úti­loka að til­lög­ur um Lars sem for­seta hafi verið sett­ar fram í gríni. En eins og kunn­ugt er fylg­ir öllu gríni ein­hver al­vara. Er því rétt að skoða þessa til­lögu bet­ur, þ. á m. lög­fræðilega. Tvennt kem­ur til skoðunar hvað það varðar. Ann­ars veg­ar hvort sú staðreynd að Lars er er­lend­ur rík­is­borg­ari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtog­inn á Bessa­stöðum. Hins veg­ar, ef hann get­ur orðið for­seti, hvort hann geti þá áfram stýrt ís­lenska landsliðinu í knatt­spyrnu. Það atriði hlýt­ur að skipta miklu máli því að varla vilja knatt­spyrnu­áhuga­menn fá hann á Bessastaði ef það leiðir til þess að við sitj­um uppi með ann­an og lak­ari kost í þjálf­ara­starf­inu.

Hvað varðar hið fyrra atriði, hvort Lars geti orðið for­seti, þá er svarið: já ef hann sæk­ir um og fær ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Í 4. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar kem­ur fram að kjörgeng­ur til for­seta sé hver 35 ára gam­all maður, sem full­næg­ir skil­yrðum kosn­inga­rétt­ar til Alþing­is, að frá­skildu bú­setu­skil­yrðinu. Þarf þá að skoða kosn­inga­rétt til Alþing­is, en slík­an rétt hafa all­ir sem hafa ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Sam­kvæmt þessu geta aðeins ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar boðið sig fram til að gegna embætti for­seta Íslands. Lars er sem fyrr seg­ir sænsk­ur og full­næg­ir því ekki skil­yrðum að þessu leyti til að bjóða sig fram til for­seta.

Hins veg­ar gæti hann sótt um að verða ís­lensk­ur rík­is­borg­ari og þannig öðlast kjörgengi að rík­is­borg­ara­rétti fengn­um. Um rík­is­borg­ara­rétt er fjallað í lög­um nr. 100/​1952 og sam­kvæmt þeim get­ur er­lend­ur rík­is­borg­ari fengið rík­is­borg­ara­rétt hér á landi annaðhvort með ákvörðun Alþing­is eða Útlend­inga­stofn­un­ar. Al­menna regl­an hvað varðar Norður­landa­búa er sú að þeir geti fengið rík­is­borg­ara­rétt á fjór­um árum, að öðrum skil­yrðum full­nægðum.

Um síðara atriðið, þ.e. hvort Lars geti stýrt landsliðinu áfram ef hann ákveður að sinna fram­an­greindu kalli og yrði að und­an­gengn­um kosn­ing­um eða sjálf­kjöri for­seti lýðveld­is­ins, er þetta að segja: Fljótt á litið sýn­ist að lög girði ekki fyr­ir það. Í 9. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar seg­ir að for­seti megi ekki vera alþing­ismaður né hafa með hönd­um „launuð störf í þágu op­in­berra stofn­ana eða einka­at­vinnu­fyr­ir­tækja“. Að því gefnu að Lars freist­ist ekki til að setj­ast á Alþingi kem­ur til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálf­ari geti skoðast sem starf í þágu op­in­berr­ar stofn­un­ar eða einka­at­vinnu­fyr­ir­tæk­is, sem fram­an­greind 9. gr. kem­ur í veg fyr­ir að hann geti gegnt gegn launa­greiðslum. Vinnu­veit­andi Lars, þ.e. Knatt­spyrnu­sam­band Íslands, KSÍ, get­ur hvorki tal­ist op­in­ber stofn­un né einka­at­vinnu­fyr­ir­tæki, held­ur er það fé­laga­sam­tök.

Þá er rétt að nefna að talið hef­ur verið að mat á því hvaða öðrum störf­um for­seti get­ur gegnt sam­hliða for­set­a­starf­inu sé fyrst og fremst siðferðis­legs eðlis og háð mati viðkom­andi sjálfs þegar 9. gr. slepp­ir. Ef Lars stæði frammi fyr­ir því að meta hvort hann ætti að halda áfram sem þjálf­ari landsliðsins ætti það mat að vera hon­um auðvelt. Í öllu falli væri ekki siðferðis­lega ámæl­is­vert af hans hálfu að starfa áfram sem þjálf­ari, enda er það vart ósam­rýman­legt starfi hans sem for­seti. Ein­hver kynni jafn­vel að segja að hon­um væri það siðferðis­lega skylt að halda áfram sem landsliðsþjálf­ari ef hann nær kjöri á Bessastaði.

Sam­kvæmt öllu fram­an­greindu get­ur Lars Lag­er­bäck orðið for­seti Íslands að því gefnu að hann öðlist ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Ef hann verður for­seti hindr­ar það ekki að hann starfi áfram sem landsliðsþjálf­ari í knatt­spyrnu. Bolt­inn er nú hjá Lars.“

Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son, lektor við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík.
Gylfi Þór Sigurðsson faðmaði Kolbein Sigþórsson að leikslokum á Laugardalsvelli …
Gylfi Þór Sig­urðsson faðmaði Kol­bein Sigþórs­son að leiks­lok­um á Laug­ar­dals­velli eft­ir marka­laust jafn­tefli við Kasakst­an. mbl.is/​Golli
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK