Myndi auka líkur á smitsjúkdómum

AFP

Miklar líkur eru á að smitsjúkdómar bærust til landsins ef innflutningur á lifandi nautgripum, hestum og sauðfé yrði gefinn frjáls, og kostnaður fyrir samfélagið yrði mikill. Þetta kemur fram í tveimur skýrslum þar sem lagt er mat á áhættu við innflutning lifandi dýra.

Greint er frá þessu á vef Matvælastofnunar.

Þar segir, að annars vegar sé um að ræða skýrslu sem var unnin af Dr. Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralækni í Danmörku. Hún ber heitið „Áhættumat vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB“. Hins vegar er um að ræða skýrslu sem var unnin af  Dr. Daða Má Kristóferssyni, landbúnaðarhagfræðingi hjá Háskóla Íslands. Skýrslan ber  yfirskriftina „Efnahagslegar afleiðingar garnaveiki í nautgripum fyrir íslensk kúabú“.

Matvælastofnun segir, að niðurstöðurnar renni stoðum undir þörf fyrir sérstakar reglur til að hindra að smitefni berist til landsins með innflutningi búfjár og þar með viðhaldi góðrar sjúkdómastöðu hér á landi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert