Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur gert lagið Ég er kominn heim að sínu og sungið hástöfum.
Benjamín Hallbjörnsson, varaformaður Tólfunnar, tekur undir að lagið sé óopinbert lag Tólfunnar.
Lagið hefur gengið í endurnýjun lífdaga en á sunnudag var ákveðnum hápunkti náð þegar tíu þúsund áhorfendur á landsleik Íslands og Kasakstan sungu lagið, sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt á sínum tíma.
Hér má hlýða á söng Tólfunnar: