Þakplötur fuku á Hellissandi

Björgunarsveitarmenn að störfum á Hellissandi í morgun.
Björgunarsveitarmenn að störfum á Hellissandi í morgun. mbl.is/Alfons

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út rétt fyrir klukkan 12 í dag þar sem þakplötur voru að losa af gömlu fiskverkunarhúsnæði á Hellissandi.

Vel gekk að festa plöturnar aftur svo þær fuku ekki út í veður og vind. Veður er aðeins að ganga niður á norðanverður Snæfellsnesi.

„Þetta er fyrsta útkallið sem við fáum í þessum óveðurskafla,“ sagði formaður Lífsbjargar, Viðar Hafsteinsson, og bætti við ekkert annað tjón hefði hlotist af þessu óveðri.

Skólaakstur hefur fallið niður í Snæfellsbæ í morgun vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert