Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs, hyggst biðjast lausnar á næsta fundi borgarstjórnar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í dag. Björk hefur setið í borgarstjórn í þrettán ár.
Hún heldur til Palestínu í sjálfboðastarf og ætlar að hefja störf sem félagsráðgjafi á nýjan leik.
Björk segir að sér hafi mistekist í velferðarráði. Allt of mikið sé af vinnufæru ungu fólki sem er upp á kerfið komið. Hún segir veikleikavæðingu í velferðarkerfinu.
Hún segir Samband íslenskra sveitarfé laga vilja þessar breytingar, að skilyrða fjárhagsaðstoð. „En það hefur verið andstaða við það hjá velferðarsviði borgarinnar en ekki hjá þjónustumið stöðvunum, þar sem starfsmenn hitta unga fólkið sem er vinnufært, þar til að það verður óvinnufært því fólk sem er lengi á fjárhagsaðstoð festist í svona fátækragildru. Það smám saman missir hlutverk sitt, missir taktinn í tilverunni. Fer að sofa kannski þrettán tíma á sólarhring, fær vegna þess stoðkerfisvanda sem ekki var til staðar áður. Svo þegar hann er kominn og þér finnst allt hálf vonlaust enda alltaf með bakverk þá ertu orðinn dapur og svo þunglyndur. Þú smám saman missir allan lífskraft.“
Í viðtalinu er Björk spurð hvers vegna hún sé að hætta í stjórnmálum? Hún svarar því til að hún sé orðin þreytt á þessum minniháttar ágreiningsefnum sem oft eru gerð að stórum málum í íslenskri pólitík enda aðhyllist hún sáttapólitík.
Viðtalið við Björk í Fréttablaðinu