„Þetta mál að fara í vaskinn“

Eins og sjá má getur verið nokkuð þröngt á þingi …
Eins og sjá má getur verið nokkuð þröngt á þingi í salnum. Myndin var þó tekin fyrr í vikunni, en uppsetningin er svipuð. Árni Sæberg

Þrátt fyrir að alvarleiki sé í almennt í aðalhlutverki í dómsölum geta stundum komið upp skrautlegar aðstæður sem fá jafnvel bæði saksóknara og verjendur til að skella upp úr. Í Marple-málinu, þar sem aðalmeðferð hefur nú staðið yfir í eina viku, kom upp eitt slíkt atvik í dag og var það kærkomið, svona rétt áður en málið er lagt í dóm.

Síðustu verjendur voru að gera sig klára fyrir að hefja málflutning sinn og var örstutt hlé á dagskránni. Þegar verjendur eru að setjast er rekist í vatnskönnu sem er á borði verjanda félagsins Marple, Gríms Sigurðssonar og fær hann vatnsgusuna yfir allt borðið, þar á meðal málflutningsræðuna sína. Fyrsta sem heyrðist enda eftir hátt „úpps“ var lágt hróp frá Grími: „ræðan!“

Þarna sannaðist að nokkur þröng er á þingi í salnum, enda sitja hægra megin í salnum sex verjendur í málinu, ásamt aðstoðarfólki og ákærðu. Sigurður G. Guðjónsson, einn verjanda í málinu var þó fljótur að sjá gamansaman vinkil á málinu og sagði í grínsömum tón að nú sægist hvert málið væri að fara. „Þetta mál að fara í vaskinn.“ Uppskar hann nokkurn hlátur í salnum frá öllum viðstöddum fyrir vikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert