Risahótel á Brunasandi

Garður Teikning af hótelgarðinum og næstu húsum. Fyrir miðju er …
Garður Teikning af hótelgarðinum og næstu húsum. Fyrir miðju er móttöku- og þjónustubygging á tveimur hæðum.

Unnið er að skipulagi og öðrum undirbúningi fyrir byggingu 200 herbergja hótels í landi eyðibýlisins Orustustaða á Brunasandi, um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Áætlaður kostnaður er rúmir 3 milljarðar króna.

Að verkefninu standa Byggingafélagið Sandfell og Stracta hótel sem Hreiðar Hermannsson stýrir. Fyrirtækið rekur nýtt hótel á Hellu og er hugmyndin að reisa enn stærra hótel með svipuðu fyrirkomulagi, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgubnlaðinu í dag.

Hreiðar telur eftirspurn eftir stóru hóteli á Suðurlandi sem geti tekið stóra hópa í fjölbreytta gistingu. Segist hafa fundið fyrir því við reksturinn á Hellu. Þangað hafi komið fjölmennir hópar vegna kvikmyndagerðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert