Þjóðarleikvangur vel á veg kominn

Um fátt hefur verið jafn mikið rætt á undanförnum dögum og mögulegur nýr þjóðarleikvangur, tilvonandi tæknifræðingar, verkfræðingar og íþróttafræðingar frá Háskólanum í Reykjavík undanfarna daga lagt höfuðið í bleyti og hannað nýja þjóðarleikvanga en fyrstu drög að þeim voru sýnd í skólanum í dag.

Nemendurnir eru sammála um að þörfin fyrir nýjan leikvang sé mikil og hugmyndirnar gera flestar ráð fyrir velli sem tæki 20-30 þúsund áhorfendur. 

Pétur Marteinsson, verkefnisstjóri KSÍ um nýjan þjóðarleikvang, var meðal þeirra sem kynntu sér hugmyndir nemenda í dag: „Það er virkilega gaman að skoða þessar flottu hugmyndir og ótrúlegt hversu miklu nemendurnir hafa fengið áorkað á aðeins tveimur dögum. Það eru margar ferskar hugmyndir hérna og við munum klárlega fylgjast með þessum verkefnum áfram.“

mbl.is kom við í HR í dag og kynnti sér hugmyndirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert