Tíu framúrskarandi ungir Íslendingar eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar sem verða veitt á fimmtudaginn.
Verðlaunin eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni segir í tilkynningu en á hverju ári auglýsir JCI eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan yfir tilnefningar og velur úr einn verðlaunahafa.
Dómnefndina í ár skipa þau Kjartan Hansson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari.