Tíu framúrskarandi

Þau tíu sem eru tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar.
Þau tíu sem eru tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar.

Tíu framúrsk­ar­andi ung­ir Íslend­ing­ar eru til­nefnd­ir til verðlaun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ir Íslend­ing­ar sem verða veitt á fimmtu­dag­inn.

  • Eva Brá Önnu­dótt­ir bar­áttu­kona í mál­efn­um náms­manna
  • Georg Lúðvíks­son stofn­andi Meniga
  • Gísli Matth­ías Auðuns­son mat­reiðslumaður
  • Helgi Sveins­son heims­meist­ari í spjót­kasti
  • Katrín Tanja Davíðsdótt­ir heims­meist­ari í cross­fit
  • Krist­ín Sveins­dótt­ir óperu­söng­kona
  • Kristjana Ásbjörns­dótt­ir doktor í far­alds­fræðum
  • Rakel Garðars­dótt­ir hug­sjóna­kona um um­hverf­is­mál
  • Snæ­dís Rán Hjart­ar­dótt­ir bar­áttu­kona um mann­rétt­indi
  • Ævar Þór Bene­dikts­son leik­ari og vís­indamaður

Verðlaun­in eru ár­lega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatn­ing­ar­verðlaun til ungs fólks sem er að tak­ast á við krefj­andi og at­hygl­is­verð verk­efni seg­ir í til­kynn­ingu en á hverju ári aug­lýs­ir JCI eft­ir til­nefn­ing­um og get­ur hver sem er til­nefnt framúrsk­ar­andi ung­an Íslend­ing. Sér­stök dóm­nefnd fer síðan yfir til­nefn­ing­ar og vel­ur úr einn verðlauna­hafa.

Dóm­nefnd­ina í ár skipa þau Kjart­an Hans­son lands­for­seti JCI, Dr. Ari Krist­inn Jóns­son rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, Katrín Jak­obs­dótt­ir formaður Vinstri grænna og Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir æv­in­týra­kona og pólfari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert