Vilja enn flytja Gæsluna

Þings­álykt­un­ar­til­laga um flutn­ing Land­helg­is­gæsl­unn­ar til Reykja­nes­bæj­ar hef­ur verið end­ur­flutt af átta þing­mönn­um Fram­sókn­ar­flokks­ins, Sjálf­stæðis­flokks­ins, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bjartr­ar framtíðar. Til­lag­an hef­ur ít­rekað verið flutt á und­an­förn­um þing­in­um án þess að hún næði fram að ganga. Síðast á síðasta þingi. Fram kem­ur í grein­ar­gerð að með breyt­ing­unni yrði Gæsl­an flutt í hent­ugt og rúm­gott hús­næði á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

„Að mati flutn­ings­manna fylgja fjöl­marg­ir kost­ir því að flytja alla starf­semi Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Suður­nes­in, nán­ar til­tekið á ör­ygg­is­svæðið á Ásbrú, en nú þegar er Land­helg­is­gæsl­an með um­fangs­mikla starf­semi á svæðinu og þúsund­ir fer­metra af vannýttu hús­næði. Það fylg­ir því mik­il hagræðing að hafa alla starf­sem­ina á ein­um stað og þjón­usta og ör­yggi munu einnig aukast þar sem viðbragðstími Land­helg­is­gæsl­unn­ar stytt­ist með því að færa alla starf­semi henn­ar. Einnig mun flug­floti gæsl­unn­ar kom­ast í gott framtíðar­hús­næði sem upp­fyll­ir ör­ygg­is­staðla,“ seg­ir enn­frem­ur.

Fyrsti flutn­ings­maður er Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Þings­álykt­un­ar­til­lag­an í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka