Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á stjórnsýslulögum.
Vigdís segir frumvarpið munu leiða til betri ríkisreksturs og auðvelda forstöðumönnum stofnana að bregðast við hagræðingarkröfu.
„Þetta snýr að starfsmönnum hjá undirstofnunum ríkisins og í ráðuneytunum. Þetta snýr ekki að lögreglumönnum, hjúkrunarfræðingum og þeim sem eru á gólfinu að vinna,“ segir Vigdís í umfjöllun um frumvarp þetta í Morgunblaðinu í dag.