Betur fór en á horfðist

Eins ótrúlegt og það virðist af þessari mynd slapp bílstjórinn …
Eins ótrúlegt og það virðist af þessari mynd slapp bílstjórinn ómeiddur frá atvikinu. Ljósmynd/Eiríkur S. Aðalsteinsson

Ökumaður slapp ómeiddur þegar hann ók á Nesjavallaæðina í nótt eftir að sauðfé hafði fipað hann við akstur. Tjón varð á heitavatnslögninni en leki kom ekki að henni. Þetta segir í frétt á vef Orkuveitunnar.

Um Nesjavallaæð renna allt að 1,5 tonn á sekúndu af 85° heitu vatni. Það er því ljóst að sá sem verður fyrir slíku þarf ekki að kemba hærurnar. Hitaveita OR á höfuðborgarsvæðinu sækir um 40% af heita vatninu í Nesjavallavirkjun.

Sjá einnig frétt mbl.is

Nokkrum sinnum hefur verið ekið á lögnina á síðustu árum, en það hefur jafnan verið að vetrarlagi, annað hvort í hálku eða í miklum snjó. Það varð til þess að nú lokar Vegagerðin veginum yfir veturinn og hann er ekki ruddur.

Nokkrar skemmdir urðu á lögninni.
Nokkrar skemmdir urðu á lögninni. Ljósmynd/Eiríkur S. Aðalsteinsson

Fram kemur í frétt frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að í nótt hafi ökumaður fipast við það fé var á veginum og lenti bíllinn á lögninni. Bíllinn var óökufær og þurfti bílstjórinn að ganga nokkurn spöl áður en hann komst í farsímasamband til að gera viðvart. Hann gaf lögreglunni skýrslu um óhappið í nótt, þegar ættingi hafði sótt hann á slysstað.

Veitumenn voru kallaðir til þegar bíllinn var fjarlægður í morgun og tók Eiríkur S. Aðalsteinsson vélstjóri myndirnar sem fylgja fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka