Ekki heilbrigt ástand á vinnumarkaði

Bjarni Benediktsson kynnti fjárlögin í Hörpu á miðvikudaginn.
Bjarni Benediktsson kynnti fjárlögin í Hörpu á miðvikudaginn. Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ástand á vinnumarkaði sé ekki heilbrigt og tók þar undir með Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Bjarni segir hins vegar að ekki sé rétt að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir að vera þensluhvetjandi.

“Ég hafna því alfarið að meginorsök veri verðbólguspár séu skattalækkanir,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Vikulokin í morgun. Hann sagði þvert á móti að læsu menn rökstuðning Seðlabanka Íslands fyrir vaxtahækkunum þá væri launahækkunum fyrst og fremst um að kenna.

Hann benti á að í ársbyrjun hefðu stýrivextir nýlega lækkað. Þá var verðbólga lág en kjarasamningar lausir. Því sé við kjarasamninga að sakast vegna hærri vaxta og verðbólguþrýstings, ekki vegna boðaðra skattalækkana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert