Fræðimenn ósammála forseta

Forseti Íslands, forsetafrú, biskup og forseti Hæstaréttar við innsetningu í …
Forseti Íslands, forsetafrú, biskup og forseti Hæstaréttar við innsetningu í embætti í ágúst 2012. mbl.is/Eggert

Það hef­ur kosti og galla að kjósa sam­tím­is til embætt­is for­seta Íslands og um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni, sem m.a. geta haft áhrif á valdsvið for­set­ans, en það er ekki and­lýðræðis­legt. Þetta er mat tveggja fræðimanna við Há­skóla Íslands sem Morg­un­blaðið ræddi við. Í þing­setn­ing­ar­ræðu sinni á mánu­dag­inn lýsti Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti þeirri skoðun sinni að það að tengja veru­leg­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni við kjör for­seta lýðveld­is­ins væri and­stætt lýðræðis­legu eðli.

„Ég get ekki séð að það sé and­lýðræðis­legt að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu sam­fara for­seta­kosn­ing­um eða þing­kosn­ing­um. Í mörg­um fylkj­um Banda­ríkj­anna eru haldn­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslur sam­hliða þing- og for­seta­kosn­ing­um og þar er öll full­trúa­deild og hluti öld­unga­deild­ar kjör­in á sama degi og for­set­inn. Í Svíþjóð hef­ur verið kosið til sveit­ar­stjórna um leið og kosið er til þings. Frá fyrstu ís­lensku stjórn­ar­skránni 1874 til allra síðustu ára var bara ein leið til að breyta ís­lenskri stjórn­ar­skrá: þing samþykkti breyt­ingu, síðan voru alþing­is­kosn­ing­ar, og svo þurfti nýtt þing að samþykkja sama stjórn­ar­skrár­frum­varp óbreytt. Í seinni kosn­ing­un­um voru kjós­end­ur sem sé bæði að kjósa þing­menn til fjög­urra eða sex ára – og kjósa um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Fleiri lönd hafa haft þenn­an hátt­inn á,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harðar­son pró­fess­or í stjórn­mála­fræði.

Varla and­lýðræðis­legt

„Deila má um kosti og galla þessa fyr­ir­komu­lags,“ seg­ir Ólaf­ur, „en er það and­lýðræðis­legt? Höf­um við verið með and­lýðræðis­lega stjórn­ar­skrá síðan 1874?

Það að hafa marg­ar teg­und­ir kosn­inga á sama degi hef­ur bæði kosti og galla. Kost­ur­inn er sá helst­ur, að þetta fyr­ir­komu­lag er auk­in þjón­usta við kjós­end­ur: ger­ir þeim auðveld­ara fyr­ir að kjósa. Reynsl­an sýn­ir, að marg­ar kosn­ing­ar, m.a. marg­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslur, hafa til­hneig­ingu til að draga úr kjör­sókn – sem reynd­ar hef­ur líka minnkað víða þar sem kosn­ing­ar eru fáar. Kostnaður við fáar kosn­ing­ar er minni en við marg­ar kosn­ing­ar, en það eru tæp­lega gild rök: ef við velj­um út­gáfu lýðræðis sem krefst margra kosn­inga verðum við auðvitað að borga fyr­ir það. Við höf­um auðvitað efni á að velja það lýðræðis­form sem við telj­um best og lýðræðis­leg­ast. Gall­inn við að hafa marg­ar teg­und­ir kosn­inga á ein­um degi er helst­ur sá, að kjós­end­ur þurfa að hugsa um fleiri en eitt mál í einu. Sá galli er þó senni­lega lít­il­væg­ur miðað við kosti fyr­ir­komu­lags­ins. Ekki virðist t.d. reynsla Svía eða Banda­ríkja­manna um þetta hafa haft skaðleg­ar af­leiðing­ar,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við: „Auðvitað má líka segja, að sumpart sé óheppi­legt að gera mikl­ar breyt­ing­ar á embætti for­seta í stjórn­ar­skrá um leið og for­seti er kos­inn. En Íslend­ing­ar hafa margoft breytt stjórn­ar­skrárá­kvæðum um alþing­is­kosn­ing­ar um leið og nýtt alþingi var kosið. Og til eru þeir, sem segja að gamla stjórn­ar­skrá­in hafi reynst vel – þó senni­lega séu þeir miklu fleiri sem vilja breyta henni.“

All­ar breyt­ing­ar óþarfar?

„Þótt þjóðhöfðing­inn segi það ekki ber­um orðum eru rök hans á þann veg að eigi að breyta stjórn­ar­skrá í veiga­mikl­um atriðum verði að gera það áður en nýr for­seti er kjör­inn svo að bæði for­seta­efn­in og fólkið í land­inu viti hvernig stjórn­skip­un­in sé þegar for­seta­skipt­in verða. Um leið megi alls ekki gera neitt í óðag­oti. En hvað þýðir þetta?, seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son, dós­ent í sagn­fræði við HÍ. „Taki nýr for­seti við á næsta ári hljóta kjós­end­ur að hafa í huga að vel megi vera að stjórn­ar­skrá verði breytt veru­lega í embætt­istíð henn­ar eða hans. Manni sýn­ist helst að for­seti telji í raun all­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá óþarfar. Það væri í sam­ræmi við fyrri orð hans þegar hann lýsti stjórn­ar­skránni frá 1944 sem listi­legri smíð, án hnökra svo nokkru næmi. Hitt er auðvitað um­hugs­un­ar­efni að sam­kvæmt þeirri stjórn­ar­skrá læt­ur for­set­inn ráðherra fram­kvæma vald sitt, eins kjána­lega og það hljóm­ar nú í raun­veru­leika sam­tím­ans, og þess­ir sömu ráðherr­ar hafa lýst yfir áhuga á því að kosn­ing­ar um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá fari fram sam­hliða for­seta­kosn­ing­um. Það væri því áhuga­vert að heyra sjón­ar­mið þeirra frek­ar en sagn­fræðings­ins í þess­um efn­um., seg­ir Guðni.

300 millj­ón­ir í kosn­ing­ar

Í fjár­laga­frum­varpi næsta árs er gert ráð fyr­ir rúm­lega 311 millj­óna króna kostnaði rík­is­sjóðs við kosn­ing­ar til embætt­is for­seta Íslands, komi til þeirra. Eng­inn kostnaður fell­ur til verði for­seti sjálf­kjör­inn í embætti.

Hvergi er vikið að þjóðar­at­kvæðagreiðslu vegna stjórn­ar­skrár­breyt­inga í frum­varp­inu. Vegna anna var ekki hægt að fá svör við því í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu í gær hvort auka­kostnaður hlyt­ist af ef sam­tím­is yrði kosið til for­seta og um stjórn­ar­skrána.

Sam­kvæmt lög­um fell­ur nú all­ur kostnaður við for­seta­kosn­ing­ar á rík­is­sjóð, en áður greiddu sveit­ar­fé­lög fyr­ir störf kjör­stjórna auk þess að leggja til hús­næði und­ir kjör­fundi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert