„Í besta falli ósmekklegt“

00:00
00:00

„Okk­ur finnst þetta ein­hvern veg­inn vera í besta falli ósmekk­legt og sýna svo­lítið mikið skiln­ings­leysi á stöðu beggja hóp­anna,“ seg­ir Embla Ágústs­dótt­ir, fé­lagi í Tabú - hreyf­ingu fatlaðra kvenna, um þá skoðun að ekki sé hægt að taka á móti flótta­fólki fyrr en staða fatlaðra og ör­yrkja verði bætt hér á landi.

Fé­lagið sendi ásamt Kvenna­hreyf­ingu Öryrkja­banda­lags Íslands frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þær lýsa sig and­snún­ar slík­um mál­flutn­ingi en Embla seg­ir að slík sjón­ar­mið hafi heyrst víða bæði á op­in­ber­um vett­vangi og ann­arsstaðar.

mbl.is hitti Emblu í morg­un og ræddi við hana um málið.

Vef­ur Tabú.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

Við erum ánægðar með þau viðbrögð sem óbæri­leg staða fólks á flótta frá Sýr­landi og öðrum átaka­svæðum hef­ur fengið hér á landi. Einnig fögn­um við þeim já­kvæðu skila­boðum, sem svo marg­ar mann­eskj­ur hafa sam­ein­ast um og látið í ljós, um að það eigi að vera sjálfsagt að bjóða fram krafta okk­ar til þess að búa flótta­fólki ör­ugg­ara skjól.

Við get­um hins veg­ar ekki litið fram hjá þeim rödd­um, einkum rödd­um stjórn­mála­fólks, sem segja að ekki eigi að taka á móti flótta­fólki vegna þess að á Íslandi búi þjóðfé­lags­hóp­ar við mann­rétt­inda­brot og þeirra þörf­um þurfi að mæta áður en öðrum hóp­um er mætt. Það er vissu­lega hvers­dags­leg­ur veru­leiki okk­ar sem fatlaðra kvenna að brotið er á rétti okk­ar og að við búum ekki við sömu tæki­færi og ófatlað fólk.

Við lýs­um okk­ur þó al­gjör­lega and­snún­ar þess­um mál­flutn­ingi. Stjórn­völd, sér­stak­lega tals­menn þessa sjón­ar­horns, hafa ekki lagt sig sér­stak­lega fram við að fjár­festa í lífi okk­ar hingað til og finnst lítið til mann­rétt­inda okk­ar koma. Því er óskilj­an­legt hvers vegna þeim er annt um okk­ur allt í einu núna. Það þarf held­ur ekki mikið hug­mynda­flug í fjár­mál­um til þess að sjá að það er auðveld­lega hægt að reka sam­fé­lög án þess að brjóta á mann­rétt­ind­um nokk­urs hóps.

Þar að auki er staða okk­ar ekki þess eðlis að hægt sé að bera hana sam­an við stöðu flótta­fólks. Við erum ekki að finn­ast dán­ar í flutn­inga­bíl­um né að drukkna í Miðjarðar­haf­inu. Að líkja lífi okk­ar sam­an er í besta falli full­kom­legt skiln­ings­leysi á lífi okk­ar og flótta­fólks.

Að lok­um leggj­um við þunga áherslu á að mann­rétt­inda­brot gagn­vart okk­ur, sem vissu­lega eru gróf á Íslandi, séu ekki notuð sem af­sök­un eða ástæða fyr­ir því að taka meðvitaða ákvörðun um að brjóta á öðrum hóp­um með aðgerðarleysi. Við kær­um okk­ur ekki um að vera notaðar sem skálka­skjól fyr­ir hug­laust stjórn­mála­fólk.

Við skor­um á stjórn­völd að taka á móti flótta­fólki strax og að það verði gert með til­liti til reynslu­heims flótta­fólks og af virðingu við sögu þess. Jafn­framt að lögð verði sér­stök áhersla á að aðstoða jaðar­sett­ari hópa flótta­fólks, t.d. fatlað fólk, einkum kon­ur og börn, þar sem það er í enn viðkvæm­ari stöðu hvað varðar of­beldi og dauðsföll í stríðsátök­um og á flótta.

Kær­leiks- og bar­áttu­kveðja,

Ágústa Eir Guðnýj­ar­dótt­ir
Arn­dís Hrund Guðmars­dótt­ir
Arn­dís Lóa Magnús­dótt­ir
Embla Guðrún­ar Ágústs­dótt­ir
Freyja Har­alds­dótt­ir
Guðbjörg Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir
Iva Marín Adrichem
Mar­grét Ýr Ein­ars­dótt­ir
Pála Krist­ín Berg­sveins­dótt­ir
Salóme Mist Kristjáns­dótt­ir
Sig­ríður Jóns­dótt­ir
Soffía Mel­steð
Rán Birg­is­dótt­ir
Þor­bera Fjöln­is­dótt­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka