Sex bílar skemmdir

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sex bíl­ar í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um hafa orðið fyr­ir barðinu á skemmd­ar­vörg­um á und­an­förn­um dög­um.  

Síðastliðið föstu­dags­kvöld var til­kynnt um þrjá skemmda bíla og aðra þrjá um helg­ina. Rúður voru brotn­ar í þeim öll­um og margt þykir benda til þess að grjót­hnull­ung­ar hafi verið notaðir í þeim til­gangi. Lög­regla rann­sak­ar málið og leik­ur grun­ur á að þarna hafi sami aðili eða aðilar verið að verki í öll­um til­vik­um.

Eru þeir sem hafa orðið var­ir við um­rædd skemmd­ar­verk á bif­reiðum sem staðsett­ar voru við Bola­fót nr. 11 og 15 í Njarðvík fyr­ir og um helg­ina að hafa sam­band í síma 4442200.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert