Verið að svipta fólk réttindum

Ögmundur Jónasson, alþingismaður.
Ögmundur Jónasson, alþingismaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi formaður BSRB, segir að skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2011 um mannauðsmál ríkisins hafi verið mjög umdeild.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk hana til umfjöllunar og þríklofnaði í áliti sínu. Þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa nú sinnt kalli ríkisendurskoðanda og lagt fram frumvarp um að einfalda ferlið við starfslok ríkisstarfsmanna.

„Ég lít svo á að lög og reglur sem lúta að réttindum og skyldum opinberra starfsmanna með tilliti til uppsagna séu í raun mjög góð,“ segir Ögmundur í Morgunblaðinu í dag. Hann kveðst vera mjög andvígur þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert