Víðines fyrir heimilislausa?

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til skoðunar að opna húsnæðið í Víðinesi við Leiruvog fyrir heimilislausum. Húsnæðið hefur staðið tómt í 5 ár en þar var áður rekin meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga og síðar hjúkrunarheimili fyrir aldraða.

Sjálfstæðismenn vilja opna húsið á næstu vikum en það var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokss sem flutti tillöguna. Hann hefur áhyggjur af því að það muni taka of langan tíma að afgreiða málið en tillagan var fyrst flutt um miðjan júlí.

Ýmsar spurningar vakna um framkvæmdina t.d. hvort heimilislausir myndu yfir höfuð vilja vera þar en einnig um kostnað. Kjartan segir að fjarlægðin hafi ekki verið til vandræða áður fyrr og segir að mögulega sé hægt gera hluta hússins íbúðarhæfan með litlum tilkostnaði. 

Samkvæmt upplýsingum mbl.is telur fólk sem vinnur með heimilislausum að húsið gæti vel hentað undir slíka starfsemi en setur helst spurningamerki við hvernig starfsólk ætti að komast á staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert