Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) hefur nýverið sent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra skýrslu sína um áhættumatsskýrslu Isavia vegna fyrirhugaðrar lokunar á flugbraut 06/24.
Þar kemur fram afar hörð gagnrýni á skýrslu Isavia og sömuleiðis á skýrslu verkfræðistofunnar EFLU, sem áhættumat Isavia byggist að stórum hluta á.
Í skýrslu ÖFÍA segir m.a. að skýrsla EFLU innihaldi „alvarlegar villur“, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.