Fimm slasaðir eftir bílveltu

Þrír voru fluttir á slysadeild með þyrlu.
Þrír voru fluttir á slysadeild með þyrlu. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm eru slasaðir eftir bílveltu af Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða, milli Blautu­kvísl­ar og Skálm­ar.

Á Facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að þrír hafi verið fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar og tveir með sjúkrabifreiðum.

Tildrög slyssins eru óljós en lögregla vinnur að rannsókn á vettvangi.

Samkvæmt fyrri tilkynningu lögreglu er fólkið sem um ræðir erlendir ferðamenn.

Opnað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg að nýju en ökumenn eru beðnir að sýna aðgát og tillitssemi.

Frétt mbl.is: Alvarlegt umferðarslys

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert