Hugnast ekki miðstýring frá ESB

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn­völd­um hugn­ast ekki að Evr­ópu­sam­bandið miðstýri því hversu mörg­um flótta­mönn­um Ísland eigi að taka við. Þetta kom fram í máli Eygló­ar Harðardótt­ur fé­lags- og hús­næðismálaráðherra í Morg­unút­varpi Rás­ar 2 í morg­un. Rík­is­stjórn­in hefði vilja til þess að taka á móti fleiri flótta­mönn­um en það yrði að vera á for­send­um Íslands sem full­valda rík­is.

„Við vilj­um taka þátt í þessu með ná­granna­lönd­um okk­ar, Evr­ópu­ríkj­un­um, en hins veg­ar ger­um við það nátt­úru­lega á okk­ar for­send­um. Og það kom til dæm­is mjög skýrt fram í máli núna inn­an­rík­is­ráðherra sem sat fund í Brus­sel með öðrum evr­ópsk­um inn­an­rík­is­ráðherr­um að við vilj­um sann­ar­lega gera okk­ar, en við ger­um það sem sagt á okk­ar for­send­um sem full­valda ríki en ekki vegna þess að Evr­ópu­sam­bandið seg­ir okk­ur að gera það,“ sagði Eygló.

Spurð hvort rík­is­stjórn­inni hugnaðist ekki sú aðferðafræði að því væri miðstýrt af Evr­ópu­sam­band­inu hversu mörg­um flótta­mönn­um Ísland tæki við svaraði Eygló því ját­andi. Rík­is­stjórn­in hefði full­an hug á því að taka á móti fleiri flótta­mönn­um og leggja meira að að mörk­um. Ísland færi ekki var­hluta af flótta­manna­vand­an­um í Evr­ópu. Auk­inn fjöldi hefði sótt um hæli hér á landi og fleiri um­sókn­ir verið af­greidd­ar. Tekið hefði verið við tvö­falt fleiri flótta­mönn­um á fyrstu tveim­ur árum þessa kjör­tíma­bils en gert var allt síðasta kjör­tíma­bil.

Tekið við flótta­mönn­um sem næst Sýr­landi

„Við höf­um hingað til tekið á móti svo­kölluðum kvóta­flótta­mönn­um þar sem við erum að horfa til þeirra landa sem hafa tekið á móti mest­um fjölda flótta­manna, sem eru næst til dæm­is eins og Sýr­landi. Höf­um nú þegar verið í sam­bandi við Flótta­manna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna og þau hafa bent okk­ur sér­stak­lega til dæm­is á flótta­manna­búðirn­ar í Líb­anon þar sem er gíf­ur­lega mikið álag á þetta litla land. Við telj­um líka rétt að gera meira til þess að aðstoða þessi lönd og all­an þann gíf­ur­lega fjölda fólks sem er þar,“ sagði ráðherr­ann og enn­frem­ur:

„Það má ekki gleyma því að það eru oft sterk­ustu ein­stak­ling­arn­ir sem hafa burði til þess að fara í burtu meðan þeir sem eru í hvað mest viðkvæmri stöðu verða eft­ir, hvort sem við erum að tala um fé­lags­lega, fjár­hags­lega eða bara, eins og við höf­um lagt áherslu á að taka á móti fólki sem að býr við heil­brigðis­vanda og hef­ur þá bara ein­fald­lega ekki getu til þess að fara langt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka