Borgarstjórn samþykkti sniðgöngu á ísraelskum vörum

mbl.is/Styrmir Kári

Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykkti í dag til­lögu Bjark­ar Vil­helms­dótt­ur um að fela skrif­stofu borg­ar­stjóra í sam­vinnu við inn­kaupa­deild að und­ir­búa og út­færa sniðgöngu Reykja­vík­ur­borg­ar á ísra­elsk­um vör­um meðan her­nám Ísra­els­rík­is á landsvæði Palestínu­manna var­ir.

Til­lag­an var samþykkt með at­kvæðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

Björk sagðist á Face­book síðu sinni vera óend­an­lega þakk­lát sam­herj­um sín­um en í dag var síðasti dag­ur henn­ar í borg­ar­stjórn.

„Umræðan snér­ist um hvað ástandið fyr­ir botni Miðjarðahafs er flókið en ég benti á að það sé flókið að búa und­ir her­námi og kom­ast hvergi vegna allt að 9 metra hás og 700 km. langs aðskilnaðar­múrs. Þá var rætt um mann­rétt­inda­brot vítt um heim, aðallega í Kína. Ég benti á að við gæt­um ekki bjargað öllu flótta­fólki frá Sýr­landi og Er­itr­eu en ef við gæt­um bjargað einu flótta­barni væri það þess virði. Eins er það með mann­rétt­ind­in. Við þurf­um að gera það sem við get­um – annað get­um við ekki,“ skrifaði Björk á Face­book.

Tillagan var síðasta tillaga Bjarkar í borgarstjórn.
Til­lag­an var síðasta til­laga Bjark­ar í borg­ar­stjórn. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert