Vegna fræsunar og malbikunar á Hellisheiði verður umferð til austurs beint um Þrengslaveg í dag. Áætlaður verktími er frá 9-19. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát á vinnusvæði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Þá má gera ráð fyrir smávegis umferðartöfum vegna vinnu við vegrið á Reykjanesbraut/Sæbraut, á kaflanum frá Súðavogi að Bústaðavegi næstu daga, frá kl. 9-15.30. Hraði um vinnusvæðið hefur verið lækkaður í 50 km/klst.
Tilkynning Vegagerðarinnar í heild:
Umferðartafir
Þriðjudaginn 15. september verða fræsun og malbikun á Hellisheiði og verður umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlaður verktími er frá kl: 09:00 til 19:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát á vinnusvæði.
Vegna vinnu við vegrið á Reykjanesbraut / Sæbraut, á kaflanum frá Súðavogi að Bústaðavegi verða smá umferðartafir næstu daga frá klukkan 09:00 til klukkan 15:30. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 50 km/klst.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát á vinnusvæði.
Hringtorg á Reykjanesbraut
Vegna framkvæmda við hringtorg á Reykjanesbraut verður lokað fyrir umferð um Stekk næstu vikurnar. Umferðarhraði hefur verið lækkaður í 50 km/klst á vinnusvæðinu. Vegfarendum er bent á að nota mislæg gatnamót í Innri-Njarðvík eða hringtorg við Grænás. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember.
Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.
Siglufjarðarvegur
Unnið er að viðgerðum á Siglufjarðarvegi, umferðarhraði er á köflum tekinn niður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitssemi.
Álftanesvegur um Engidal
Fyrri hluta september er unnið við breikkun og lagfæringar á Álftanesvegi um Engidal milli Hafnarfjarðarvegar og Prýðishverfis og má búast við nokkurri röskun á umferð á meðan. Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.
Lokað í Vatnsdal
Brúin yfir Vatnsdalsá, innst í Vatnsdal við Grímstungu er lokuð um óákveðinn tíma.
Vinna við undirgöng í Mosfellsbæ
Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.
Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.