„Velkomin til Íslands“ á arabísku

Velkomin til Íslands
Velkomin til Íslands Facebook síða Alþjóðaseturs Íslands

„Við viljum hjálpa ykkur að verða hluti af íslensku samfélagi“ og „velkomin til ykkar nýja heimalands“ er meðal þess sem stendur á skiltum sem fyrirtækið Alþjóðasetur Íslands útbjó og hefur deilt á Facebook síðu sinni. Textinn er á arabísku, en lesendum er boðið að nýta skiltin og jafnvel prenta þau út til þess að sýna flóttamönnum stuðning.

Á öðru skilti er fólki sagt að hika ekki við að leita sér aðstoðar og á því fjórða er það boðið velkomið til Íslands. Sjá má allar útfærslurnar á Facebook síðu Alþjóðasetursins.

Ykkur er velkomið að prenta út þessi skilti til þess að sýna flóttamönnum stuðning.

Posted by Alþjóðasetur Íslands on Tuesday, 15 September 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert