Enginn með 190 innkaupastjóra

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á fundinum í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á fundinum í morgun.

Mis­mun­andi stofn­an­ir rík­is­ins hafa verið að kaupa ná­kvæm­lega sömu hlut­ina með jafn­vel tuga pró­senta verðmun og gætu sam­eig­in­leg inn­kaup og betri áætlana­gerð rík­is­stofn­ana strax sparað um 2-4 millj­arða á ári. Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, á á morg­un­verðafundi sem var hald­inn af Stofn­un stjórn­sýslu­fræða og stjórn­mála og Fé­lags for­stöðumanna rík­is­stofn­ana í dag.

Ekk­ert fyr­ir­tæki með 190 inn­kaupa­stjóra

Bjarni sagði að eng­inn myndi reka fyr­ir­tæki með 190 inn­kaupa­stjóra, en það væri staðan í dag hjá stofn­um rík­is­ins. All­ir hefðu til dæm­is mis­mun­andi skoðanir á hvaða stóla eða aðrar vör­ur ætti að kaupa og það kæmi niður á mögu­legu hagræði við stór­inn­kaup rík­is­ins á vör­um og þjón­ustu.

Auk­in eins­leitni en mik­ill sparnaður

Í dag er að sögn Bjarna mjög tak­markaðar upp­lýs­ing­ar um heild­ar­kaup rík­is­stofn­ana, en að miðað við grein­ingu sé ljóst að lækka megi inn­kaupaliðinn tals­vert. Nefndi hann töl­una 2-4 millj­arða í því sam­hengi. Sagði Bjarni að sam­eig­in­leg inn­kaup væru lyk­ill­inn að hagræðingu sem þess­ari. Horfði hann svo út í sal­inn og sagði að ein­hverja rík­is­for­stjóra gæti hryllt við þess­ari til­hugs­un og þetta gæti sann­ar­lega leitt til meiri eins­leitni. Þætti gæti þó líka leitt til gríðarlegs hagræðis.

Stærri og skipu­lagðari inn­kaupa­stefna kallaði að hans sögn á að því að meiri stöðlun yrði á stór­um inn­kaupaliðum. Þannig nefndi hann að svona fyr­ir­komu­lag kæmi í veg fyr­ir að menn gætu verið að velja á milli Microsoft eða Apple um­hverf­is og að reynt yrði að sam­hæfa ra­f­ræna stjórn­sýslu til muna, t.d. með tölvu­kerf­um og fleiru.

Ef­ast um „stóru rík­is­stóla­stefn­una“

Ekki virt­ust all­ir for­stöðumenn­irn­ir hrifn­ir af þess­um hug­mynd­um og sagði Þórólf­ur Árna­son, for­stjóri Sam­göngu­stofu, að hann efaðist um „stóru rík­is­stóla­stefn­una.“ Þannig væru for­stöðumenn lík­legri til að setja dýr­ari hluti á áætl­un ef hún væri til margra ára, held­ur en ef þeir þyrftu að kom­ast af inn­an árs með miðað við fjár­lög. Sagði hann að frek­ar ætti að horfa til þess að auka sveigj­an­leika stofn­ana þegar kem­ur að starfs­manna­mál­um. Nefndi hann að Sam­göngu­stofa hefði þurft að fara í sárs­auka­full­ar aðgerðir í þeim efn­um á þessu ári vegna fjár­laga og einu ráðin hafi þá verið að fara í end­ur­skipu­lagn­ingu til að geta sagt upp starfs­fólki. Sagði hann að minnka þyrfti mun á starfs­samn­ing­um á op­in­bera- og einka­markaðinum og búa til þenn­an sveigj­an­leika frek­ar en að koma upp svona inn­kaupa­stefnu.

Bjarni sagðist taka und­ir að auka ætti sveigj­an­leika, en að bætt inn­kaupa­stefna væri mik­il­væg, „án þess að búa til ógur­legt inn­kaupa­skrímsli.“ Sagði Bjarni að hægt væri að ná betri ár­angri með að nota sam­eig­in­leg­an slag­kraft rík­is­ins í inn­kaup­um. „Held að lyk­ill­inn að góðri lausn sé að koma ekki á þung­lama­legu kerfi held­ur sveigj­an­legu sem kreist­ir fram bestu kosti þess að stunda sam­eig­in­leg inn­kaup, en forðast að búa til mikið bákn,“ sagði Bjarni.

Lág­marks­stærð stofn­ana gæti verið 10 eða 30 starfs­menn

Á fund­in­um var einnig rætt um lág­marks­stærð stofn­ana, en í er­indi sínu nefndi Bjarni það á nafn. Var hann beðinn að skýra það atriði nán­ar og sagði hann þá að ekk­ert hafi verið fast­sett í þess­um efn­um. Oft hefði þó heyrst að stofn­an­ir ættu ekki að vera með færri en 30 starfs­menn og ann­arsstaðar að þeir ættu ekki að vera færri en 10. Sagði hann þetta mats­atriði, en einnig væri hægt að horfa til þess hvernig hægt væri að nýta stoðdeild­ir fyr­ir fleiri stofn­an­ir.

Nefndi Bjarni dæmi um Fjöl­miðlanefnd, þar sem tveir starfs­menn væru. Sagði hann það vera dæmi um stofn­un sem væri „ekki mjög burðugt apparat til að sinna þung­um verk­efn­um.“

Ekki hugsað til að sam­eina nú­ver­andi stofn­an­ir

Með ákveðnum lág­marks­viðmiðum sagði hann að hægt væri að koma í veg fyr­ir að litl­ar stofn­an­ir, hvaða nafni sem þær væru nefnd­ar, væru stofnaðar um hvert mál­efni í stað þess að nýta eða bæta við verk­efni fyrri stofn­ana. Svaraði hann spurn­ingu fund­ar­manna að hug­mynd­in væri þó ekki að setja svona kerfi á lagg­irn­ar til að fara í að leggja niður eða sam­eina all­ar þær stofn­an­ir sem væru und­ir mörk­un­um í dag, nema að aug­ljós ávinn­ing­ur væri af því. Hug­mynd­in væri frek­ar að hafa ein­hverja heild­ar­lög­gjöf og viðmið þegar kæmi að mögu­legri stofn­un rík­is­stofn­ana í framtíðinni.

Fjölmenni var á fundinum með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, í morgun.
Fjöl­menni var á fund­in­um með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­málaráðherra, í morg­un.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert