Eldfjall sem spúir hatri

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi.
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi.

Talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Ísra­els,  Emm­anu­el Nahs­hon, seg­ir að hat­ur­seld­fjall gjósi nú í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Án nokk­urr­ar ástæðu og rétt­læt­ing­ar, ekk­ert annað en hat­ur veld­ur því að borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur samþykk­ir sniðgöngu Reykja­vík­ur­borg­ar á ísra­elsk­um vör­um á meðan her­nám Ísra­els­rík­is á landsvæði Palestínu­manna var­ir, seg­ir hann.

Fjallað er um samþykkt borg­ar­stjórn­ar í ísra­elsk­um fjöl­miðlum en það var Björk Vil­helms­dótt­ir, frá­far­andi borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem lagði fram til­lögu þessa efn­is sem var samþykkt með at­kvæðum Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og VG. Á Face­book síðu sinni rit­ar Björk að nafn henn­ar sé komið á forsíðu Haaretz. „Þarf að fara huga að vara­plön­un­um ef mér verður ekki hleypt inn á mánu­dag­inn,“ skrif­ar Björk en eins og fram hef­ur komið þá er hún að fara til Palestínu að sinna hjálp­ar­starfi.

Frétt Haaretz

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert