„Þarna er verið að gera grín að því að fyrir okkur er vestræn menning mikilvægari en þetta barn sem liggur drukknað í fjörunni,“ segir Hugleikur Dagsson, skopmyndahöfundur, um umdeilda mynd franska skoptímaritsins Charlie Hebdo af sýrlenska drengnum Alan Kurdi.
Það þurfi ekki að koma á óvart þó viðbrögðin hafi verið sterk, en blaðinu hefur verið hótað lögsókn vegna myndarinnar og annarar þar sem Jesú er sýndur ganga á vatni við hlið múslímsks barns sem hefur drukknað. Þannig sé þó markmiðum skopmyndateiknara náð, hinsvegar sé alltaf hættulegt að gera skopmyndir af atburðum sem standi nærri í tíma.
mbl.is ræddi við Hugleik um myndina umdeildu en hann verður með uppistand í kvöld þar sem hann mun ræða mikilvæg málefni eins og rasisma, Tinder-notkun og glútenóþol.