Sjónvarpsútsendingar Símans liggja niðri

Miðlæg bilun er í sjónvarpsþjónustu Símans og liggja útsendingar á sjónvarpsrásum niðri. Unnið er að viðgerð samkvæmt upplýsingum frá Símanum.

Uppfært 19:34

Í tilkynningu frá Símanum segir að bilunin hafi komið upp nú á sjöunda tímanum og vinna sérfræðingar Símans vinna að því að leysa vandann.

„Við biðjum viðskiptavini okkar innilega velvirðingar og vonumst til þess að Sjónvarp Símans verði brátt komið í samt lag. Áhrif bilunarinnar eru misjöfn. Sumir ná ekki að nýta VOD-þjónustuna en geta horft á sjónvarp. Aðrir ná því miður ekki sambandi. Við hvetjum þá sem ná sjónvarpi til að endurræsa það ekki fyrr en vandinn er leystur,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert