Slegið í gegn í Norðfjarðargöngum

Starfsmenn verktaka voru að vonum ánægðir þegar ljóst var að …
Starfsmenn verktaka voru að vonum ánægðir þegar ljóst var að gat hafði opnast í gegn. Ljósmynd/Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa

Klukkan 10:00 í dag var gegnumslag í Norðfjarðargöngum. Aðeins 7 metrar voru eftir ósprengdir, en hver sprengihleðsla er 5 metrar. Það var jafnvel búist við því, að það tveggja metra haft sem eftir væri myndi gefa sig að einhverju leyti og sú varð raunin, því efri hluti þess féll, segir í frétt frá verkfræðistofunni Hnit.

Enn stendur þó eftir hluti veggja. Nú verða göngin styrkt og undirbúin fyrir formlega hátíðarsprengingu þann 25. september. Einnig er eftir lítilsháttar sprengivinna í útskotum sem sinnt verður á meðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert