Verð á íbúðum rýkur upp

Sölu­verð 100 fer­metra íbúða í sex póst­núm­er­um í Reykja­vík hef­ur hækkað um 2,4 til 4,1 millj­ón króna að meðaltali frá 2. árs­fjórðungi 2014 og fram á mitt þetta ár.

Sölu­verðið á 2. árs­fjórðungi í ár var hæst í miðborg­inni, eða ríf­lega 400 þúsund krón­ur á fer­metra. Þetta kem­ur fram í út­reikn­ing­um Þjóðskrár Íslands, sem gerðir voru að beiðni Morg­un­blaðsins og fjallað er um í blaðinu í dag.

Sé litið lengra aft­ur kem­ur í ljós að sölu­verð íbúða í 101 Reykja­vík hef­ur hækkað um 150 þúsund krón­ur á fer­metr­ann frá 1. árs­fjórðungi 2010. Hef­ur verð á dæmi­gerðri 100 fer­metra íbúð því hækkað um 15 millj­ón­ir á tíma­bil­inu. M.t.t. verðbólgu er raun­hækk­un­in um 10 millj­ón­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert