Meirihluti hlynntur móttöku flóttafólks

Sýrlensk flóttabörn á landamærum Ungverjalands í gær
Sýrlensk flóttabörn á landamærum Ungverjalands í gær AFP

Meiri­hluti Íslend­inga (56-57%) er hlynnt­ur því að  Ísland taki við flótta­mönn­um frá Sýr­landi á næstu mánuðum en um 22% eru hins veg­ar and­víg því. Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un Maskínu um flótta­fólk en könn­un­in er gerð að frum­kvæði rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­is­ins.

Sam­kvæmt könn­un­inni eru kon­ur mun hlynnt­ari því en karl­ar að taka á móti flótta­mönn­um frá Sýr­landi, yngri svar­end­ur eru mun hlynnt­ari því en þeir sem eldri eru, Reyk­vík­ing­ar eru mun hlynnt­ari því en aðrir, þeir sem hafa lokið há­skóla­prófi eru hlynnt­ari því en þeir sem hafa styttri skóla­göngu að baki og þeir sem hafa litl­ar eða eng­ar áhyggj­ur af fjölda inn­flytj­enda á Íslandi eru hlynnt­ari en þeir sem hafa ein­hverj­ar áhyggj­ur.

Stuðnings­menn VG hlynnt­ast­ir en Fram­sókn­ar­menn mest á móti

„Þá er veru­leg­ur mun­ur á svör­um fólks eft­ir því hvaða stjórn­mála­flokk það styður. Kjós­end­ur Vinstri grænna eru hlynnt­ast­ir því að Ísland taki við flótta­mönn­um frá Sýr­landi, eða yfir 70% en 66-68% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar og Pírata eru því hlynnt­ir.

Ein­ung­is um 22% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins eru hlynnt því að við tök­um á móti sýr­lensk­um flótta­mönn­um, um 38% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins og næst­um þrír af hverj­um fimm kjós­end­um Bjartr­ar framtíðar. Meðaltalið er þó hæst hjá kjós­end­um Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar þar sem fáir taka af­stöðu gegn því að viðtök­um á móti flótta­fólki frá Sýr­landi,“ seg­ir í könn­un Maskínu.

Ótt­ast að of marg­ir inn­flytj­end­ur verði á Íslandi í framtíðinni

Fleiri en þrír af hverj­um tíu hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að fjöldi inn­flytj­enda verði of mik­ill á Íslandi en 13-14% hafa alls eng­ar áhyggj­ur af því. Sam­an­lagt eru það 45% sem segj­ast hafa litl­ar eða eng­ar áhyggj­ur.

Karl­ar hafa meiri áhyggj­ur en kon­ur (hærra meðaltal karla), fólk sem er 35 ára og eldra hef­ur meiri áhyggj­ur en fólk yngra en 35 ára, íbú­ar af lands­byggðinni hafa meiri áhyggj­ur en höfuðborg­ar­bú­ar og þeir sem hafa aðeins lokið grunn­skóla­prófi hafa mun meiri áhyggj­ur en þeir sem hafa lokið meiri mennt­un. Þá hafa kjós­end­ur stjórn­ar­flokk­anna mun meiri áhyggj­ur en kjós­end­ur annarra flokka, en vel yfir helm­ing­ur kjós­enda stjórn­ar­flokk­anna hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af því að fjöldi inn­flytj­enda verði of mik­ill á Íslandi.

Meirihluti Íslendinga vill taka á móti flóttafólki
Meiri­hluti Íslend­inga vill taka á móti flótta­fólki AFP
Beðið á lestarstöðinni Dugo Selo, skammt frá Zagreb í morgun
Beðið á lest­ar­stöðinni Dugo Selo, skammt frá Za­greb í morg­un AFP
Sýrlenskir flóttamenn
Sýr­lensk­ir flótta­menn AFP
Sýrlenskur flóttamaður á Spáni
Sýr­lensk­ur flóttamaður á Spáni AFP
Ekki eru allir sáttir við að taka á móti flóttafólki …
Ekki eru all­ir sátt­ir við að taka á móti flótta­fólki í ríkj­um Evr­ópu AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert