Byrjað er að nota #boycotticeland á samfélagssíðunni Twitter til þess að merkja færslur þar sem Ísland er gagnrýnt fyrir þá ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í vikunni að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum.
Meðal annars kemur fram í færslunum að fólk hafi haft í hyggju að heimsækja Ísland en breytt þeim áformum eftir ákvörðun meirihluta borgarstjórnar. Merkið #boycotticeland er þó talsvert eldra þar sem andstæðingar hvalveiða Íslendinga hafa einnig notað það í gegnum tíðina sem og óánægðir viðskiptavinir Iceland verslananna í Bretlandi.
There goes that vacation in Reykjavik. #boycotticeland http://t.co/by8yTvrt8K
— Melanie Phillips (@MelanieLatest) September 16, 2015
#BoycottIceland more outraged #Israel advocates boycott #iceland back after reykjavik turns to antisemitic hate. http://t.co/WD62taadwx #US
— JointheBoycott (@JointheBoycott) September 18, 2015
@IcelandInUS Interesting that you boycott the only place in the Middle East with gender equality: http://t.co/rqyfa7kTQp #boycotticeland
— Ananke Kron (@jonesyregu) September 18, 2015
I always wanted to visit #Iceland... till now. #BoycottIceland
— Yaffa Lyulka (@IBelizeit) September 17, 2015
.@visitreykjavik and I was planning to visit Iceland soon. Not now. #Israel #bdspsychos #boycottIceland
— londonnw8 (@londonnw8) September 16, 2015
I'd say it's time to #BoycottIceland but what have they ever made that I wanted to begin with? https://t.co/hMMQF1HIpE
— Judean Peoples Front (@JudeanPF) September 16, 2015