Dagur: Hefði mátt útfæra málið nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bet­ur hefði mátt und­ir­búa til­lögu um sniðgöngu á ísra­elsk­um vör­um áður en hún var lögð fram og samþykkt í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í vik­unni og teng­ist það því að um síðustu til­lögu Bjark­ar Vil­helms­dótt­ur var að ræða. Þetta seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri. Ekki fást upp­lýs­ing­ar um hvaða vör­ur er að ræða.

Líkt og fram hef­ur komið samþykkti borg­ar­stjórn að fela skrif­stofu borg­ar­stjóra í sam­vinnu við inn­kaupa­deild Reykja­vík­ur­borg­ar að und­ir­búa og út­færa sniðgöngu Reykja­vík­ur­borg­ar á ísra­elsk­um vör­um á meðan her­nám Ísra­els­ríki á landsvæði Palestínu­manna var­ir, líkt og kem­ur fram í fund­ar­gerð borg­ar­stjórn­ar.

Fund­ur­inn fór fram á þriðju­dag í þess­ari viku. Þar baðst Björk, sem var full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn, lausn­ar en hún hyggst halda til Palestínu í sjálf­boðastarf og ætl­ar síðan að hefja störf sem fé­lags­ráðgjafi á ný. Hún er ásamt eig­in­manni sín­um virk í fé­lag­inu Ísland-Palestína.

Til­lag­an ekki sett fram í flýti

Hvaða und­ir­bún­ing­ur hafði farið fram þegar til­laga Bjark­ar var lögð fram á fundi borg­ar­stjórn­ar í vik­unni?

„Þessi mál hafa verið til umræðu hér í borg­ar­stjórn og í fleiri höfuðborg­um Norður­landa und­an­farna mánuði. Form­leg­ur und­ir­bún­ing­ur að þess­ari til­lögu­gerð fólst fyrst og fremst í því að fara yfir laga­lega þætti sem snúa að inn­kaupa­stefn­unni og fram­fylgd þessa ákvæðis í henni að virða mann­rétt­inda­sjón­ar­mið. En út­færsl­an er auðvitað eft­ir,“ seg­ir Dag­ur.

Með til­lög­unni send­ir borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur sterk skila­boð, skila­boð sem víða hef­ur verið brugðist við í heim­in­um. Hefði ekki verið eðli­legt að búið væri að út­færa þetta nán­ar áður en til­lag­an var lögð fram?

„Jú, kannski má al­veg segja það. Þetta teng­ist auðvitað líka því að þetta er loka­til­laga Bjark­ar sem er að hætta í borg­ar­stjórn þannig að við gerðum þetta svona,“ seg­ir Dag­ur.

Þannig að alla­jafna hefði til­lag­an ekki verið sett fram í svona mikl­um flýti?

„Ég get kannski ekki sagt að þetta hafi verið sett fram í flýti, þetta hef­ur mjög víða verið til umræðu og skoðunar. Við mun­um flýta okk­ur hægt í að út­færa þetta og horfa meðal ann­ars til umræðunn­ar í Kaup­manna­höfn þar sem sam­bæri­leg til­laga var samþykkt til skoðunar í vor. Þar voru land­töku­byggðirn­ar sér­stak­lega til­greind­ar. Við þurf­um auðvitað að vanda okk­ur í þessu eins og öðru,“ seg­ir Dag­ur.

Seg­ir sniðgöng­una hafa sára­lít­il áhrif

Dag­ur seg­ir að við fyrstu sýn sé um fáar vör­ur að ræða og þannig muni sniðgang­an ekki hafa veru­leg áhrif á inna­kaup borg­ar­inn­ar.

Hvaða vör­ur eru þetta sem um ræðir?

„Við fyrstu skoðun er það sára­lítið. Að því leyti er þetta fyrst og fremst tákn­ræn yf­ir­lýs­ing og við erum þarna, eins og fjöl­marg­ir aðrir með í inn­kaupa­stefn­unni, með al­mennt ákvæði um að horfa meðal ann­ars til mann­rétt­inda­sjón­ar­miða. Bönd­in bein­ast ekki að ísra­elsk­um vör­um al­mennt, held­ur þá vör­um sem tengj­ast her­numdu svæðunum og land­töku­byggðum,“ seg­ir Dag­ur.  

„Ef þú horf­ir til Norður­landa hafa bæði bank­ar og norsk­ir ol­íu­sjóðir og fleiri verið að taka skref vegna sam­bæri­legra mark­miða í þeirra fjár­fest­inga- og inn­kauparegl­um um að hætta viðskipt­um eða fjár­fest­ing­um sem tengj­ast þess­um svæðum. Rök­semd­in þar að baki er að þess­ar land­töku­byggðir stang­ist á við alþjóðalög og tengj­ast þannig mann­rétt­inda­brot­um.“

„Evr­ópu­sam­bandið hef­ur verið með til skoðunar að vör­ur frá þessu svæði verði sér­merkt­ar þannig að það er eitt af því sem við mun­um skoða,“ seg­ir Dag­ur, aðspurður hvort hann geti til­greint nán­ar um hvaða vör­ur er að ræða og við hvað verði miðað við við sniðgöng­una.

Hvenær má gera ráð fyr­ir að út­færsl­an liggi fyr­ir?

„Ég treysti mér ekki til að segja það.“

Þið hafið vænt­an­lega þegar hafið und­ir­bún­ing?

„Það verður farið í það,“ seg­ir Dag­ur.

Skipt­ir ekki mál hver á í hlut hverju sinni

„Ef það kem­ur í ljós að eitt­hvað til­tekið fyr­ir­tæki teng­ist barnaþrælk­un þá seg­ir inn­kaupa­stefn­an að það eigi að horfa til mann­rétt­inda­sjón­ar­miða og þá hljót­um við að áskilja okk­ur rétt til að kaupa ekki vör­ur af því fyr­ir­tæki,“ seg­ir Dag­ur en í bók­un borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata seg­ir að með samþykkt til­lög­unn­ar séu sett for­dæmi fyr­ir sam­bæri­leg­um þrýst­ingi á aðrar rík­is­stjórn­ir sem ekki virða mann­rétt­indi eða full­veldi annarra ríkja.

„Það er verið að setja þrýst­ing með því að kaupa ekki vör­ur sem tengj­ast mann­rétt­inda­brot­um. Barnaþrælk­un hef­ur komið í ljós í Bangla­dess og í sum­um heims­hlut­um og verið mikið í umræðunni. Þetta snýr auðvitað ekki bara að borg­inni, þetta snýr að okk­ur sem ein­stak­ling­um og bara fyr­ir­tækj­um al­mennt og fjár­fest­ing­um. Það er í aukn­um mæli gerð krafa um siðferðileg viðmið en ekki fjár­hags­leg þegar verið er að kaupa, hvort sem það er mat­vara í búðum eða vör­ur í tísku­versl­un­um, eða hvað það er og ég held að þetta sé bara hluti af þróun sem hef­ur verið und­an­far­in ár og muni bara halda áfram,“ seg­ir Dag­ur

Gæti komið fram önn­ur til­laga í borg­ar­stjórn þar sem annað land, rík­is­stjórn eða fyr­ir­tæki er tekið fyr­ir?

 „Ég lít svo á að þarna séum við að standa með mann­rétt­ind­um hvar sem er í heim­in­um eins og við höf­um gert gagn­vart Kína, eins og við höf­um gert gagn­vart Rússlandi og mál­efn­um sam­kyn­hneigðra þar. Á und­an­förn­um árum hef­ur borg­ar­stjórn tekið skýra af­stöðu með mann­rétt­ind­um og friði allstaðar í heim­in­um og það er auðvitað kjarni máls­ins í heim­in­um en ekki ná­kvæm­lega hver á í hlut hverju sinni.“

Stuðningsmaður Hamas-samtakanna veifar fána Palestínu. Hann tók þátt í mótmælum …
Stuðnings­maður Ham­as-sam­tak­anna veif­ar fána Palestínu. Hann tók þátt í mót­mæl­um gegn Ísra­el á Gaza í dag. AFP
Björk Vilhelmsdóttir heldur nú til Palestínu.
Björk Vil­helms­dótt­ir held­ur nú til Palestínu. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Öryggissveitir Ísraels í fullum skrúða vegna mótmæla Palestínumanna.
Örygg­is­sveit­ir Ísra­els í full­um skrúða vegna mót­mæla Palestínu­manna. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert