Gyðingar íhuga að sækja rétt sinn gegn Reykjavík

Sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur hefur vakið hörð viðbrögð.
Sniðganga borgarstjórnar við ísraelskar vörur hefur vakið hörð viðbrögð. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga ísraelskar vörur hefur víða vakið hörð viðbrögð.

 Meðal annars íhugar evrópska gyðingaþingið nú að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að.

Hættir við Íslandsför

William Ian Miller er prófessor í háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum en næsta vor stóð til að hann héldi námskeið um Íslendingasögurnar í Háskóla Íslands. Miller er gyðingur og hefur nú skrifað borgarstjórn opið bréf þar sem hann segist ekki einungis vera fræðimaður heldur einnig gyðingur. Af þeim sökum telji hann sig knúinn til þess að aflýsa ferð sinni til Íslands þrátt fyrir að hafa mikið dálæti á landinu.

Í samtali við Morgunblaðið segir Miller að hann búist við því að aðrir gyðingar geti gert slíkt hið sama. Jafnframt geti hann ekki skilið hvernig Íslendingar geti sett sig í dómarasætið svo fjarri átökunum í eins öruggu umhverfi. Hann segir jafnframt að það sé hræsni af Íslendingum að fordæma eitt land vegna meintra mannréttindabrota en taka ekki á öðrum löndum sem kerfisbundið brjóta mannréttindi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að ákvörðuninni hafi verið ætlað að vekja athygli á mannréttindabrotum Ísraelsmanna á Palestínumönnum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að hörð viðbrögð hafi verið fyrirséð. Tillagan hafi verið vanhugsuð og mögulegar afleiðingar ekki skoðaðar nægjanlega vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert