Kríuvarp gekk víða vel í sumar

Krían hefur fengið nýtt varpland í Vatnsmýri. Þar voru rúmlega …
Krían hefur fengið nýtt varpland í Vatnsmýri. Þar voru rúmlega eitt hundrað hreiður í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kríuvarp gekk vonum framar víða um land á liðnu sumri. Síðustu kríurnar eru nú að yfirgefa landið.

„Þetta er besta kríuvarp sem ég hef séð á Seltjarnarnesi í að minnsta kosti tíu ár,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í umfjöllun um kríuvarpið í Morgunblaðinu í dag.

Mjög góð afkoma var á Seltjarnarnesi og margir ungar komust á legg. Sömu sögu er að segja frá Eyrarbakka þar sem var mjög góð afkoma kríuvarps miðað við síðustu árin. Kríuvarpið við Tjörnina í Reykjavík gekk einnig mjög vel og betur en sennilega í ein 30 ár, að mati Jóhanns Óla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert