Samþykkt borgarinnar ólögmæt

mbl.is/Hjörtur

„Sveitarstjórnir eru eins og önnur stjórnvöld bundin af lögum. Í því felst að Reykjavíkurborg verður að haga stjórnsýslu sinni í samræmi lög og að ákvarðanir hennar mega ekki fara í bága við þau, þ. á m. lög um opinber innkaup, þar sem óheimilt er að mismuna fyrirtækjum á grundvelli þjóðernis eða af öðrum sambærilegum ástæðum.“

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu vegna ákvörðunar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur í vikunni að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu borgarinnar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir eins og það er orðað.

Ennfremur segir að utanríkisráðuneytinu, sendiskrifstofum Íslands erlendis og Íslandsstofu hafi borist verulegur fjöldi fyrirspurna um afstöðu stjórnvalda til samþykktar borgarstjórnar. Ennfremur hafi ferðaþjónustuaðilar lýst yfir áhyggjum sínum vegna málsins og þegar hefur orðið vart við afpantanir ferða til Íslands.

„Samþykki Reykjavíkurborg að breyta innkaupastefnu sinni með bindandi hætti þannig að ísraelskir birgjar skuli sniðgengnir, samræmist það hvorki íslenskum lögum né ákvæðum í alþjóðlegum skuldbindingum alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup, sem Ísland er aðili að og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög eru bundin af,“ segir áfram.

Þá áréttar utanríkisráðuneytið að ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og sé heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert