Samþykkt borgarinnar ólögmæt

mbl.is/Hjörtur

„Sveit­ar­stjórn­ir eru eins og önn­ur stjórn­völd bund­in af lög­um. Í því felst að Reykja­vík­ur­borg verður að haga stjórn­sýslu sinni í sam­ræmi lög og að ákv­arðanir henn­ar mega ekki fara í bága við þau, þ. á m. lög um op­in­ber inn­kaup, þar sem óheim­ilt er að mis­muna fyr­ir­tækj­um á grund­velli þjóðern­is eða af öðrum sam­bæri­leg­um ástæðum.“

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu vegna ákvörðunar meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur í vik­unni að fela skrif­stofu borg­ar­stjóra í sam­vinnu við inn­kaupa­deild Reykja­vík­ur­borg­ar að und­ir­búa og út­færa sniðgöngu borg­ar­inn­ar á ísra­elsk­um vör­um meðan her­nám Ísra­els­rík­is á landsvæði Palestínu­manna var­ir eins og það er orðað.

Enn­frem­ur seg­ir að ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, sendiskrif­stof­um Íslands er­lend­is og Íslands­stofu hafi borist veru­leg­ur fjöldi fyr­ir­spurna um af­stöðu stjórn­valda til samþykkt­ar borg­ar­stjórn­ar. Enn­frem­ur hafi ferðaþjón­ustuaðilar lýst yfir áhyggj­um sín­um vegna máls­ins og þegar hef­ur orðið vart við afp­ant­an­ir ferða til Íslands.

„Samþykki Reykja­vík­ur­borg að breyta inn­kaupa­stefnu sinni með bind­andi hætti þannig að ísra­elsk­ir birgjar skuli sniðgengn­ir, sam­ræm­ist það hvorki ís­lensk­um lög­um né ákvæðum í alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) um op­in­ber inn­kaup, sem Ísland er aðili að og Reykja­vík­ur­borg og önn­ur sveita­fé­lög eru bund­in af,“ seg­ir áfram.

Þá árétt­ar ut­an­rík­is­ráðuneytið að ákvörðun borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur sé ekki í sam­ræmi við ut­an­rík­is­stefnu Íslands og sé held­ur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísra­els.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert